Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

9.9.08

Spurningarmerki


Spurning að byrja að blogga aftur...spurning!

18.4.08

Próf og EurovisionÉg er farin í prófalestur...
... og svo í brjálaðan Eurovision-undirbúning eftir 9.maí! ;p
Pikkið bara í mig á facebook ef þið hafið eitthvað sniðugt fram að færa ;D

16.3.08

Það er hangidagur í dag :)
Hið ótrúlega gerðist og Facebook tók við mér... það hatar mig sko, búið að meina mér inngang um nokkurt skeið ;p


En það er þynnkudagur í dag, árshátíð í gær - very fun :)

Hinsvegar hitti ég ansi áhugaverðan fisk fyrir tveimur vikum sem ég ætlaði að dansa við en svo hvarf hann, hitti hann aftur í gær og það kom í ljós að ég hvarf líka - vorum við í parallel universe?

Chuck er næstur...

8.3.08

Ég lýsi eftir góðum djammstað í Reykjavík


Ellefan er orðin miðstöð lélegs 80's breta"rokks" og 80's technovibba *snökt*

Celtic er með svo vonda trúbadora að þeir fá mann til að halda að maður eigi framtíð í músík.

Dillon er með góða tónlist og ekkert fólk fyrri part kvölds, mikið fólk og verri tónlist seinni part kvölds - sú samsetning ekki alveg að virka.
Barinn, Hressó, Vegamót, Prikið ofl. eru ALLIR að spila sama lagið á REPEAT - eitthvað R&B techno remix sem getur ekki flokkast sem tónlist og fullt af Gilzenegger wannabe's sem dansa kreista kraftlyftingadansinn við það *hrollur*

Svo er Gaukurinn mjööög misjafn, en það voru alveg kvöld sem voru brill þar - nei nei nú á að breyta nafni staðarins og gera mega klúbbastemmninu ALL ZE TIME... as in byrja að spila lagið þarna á REPEAT...grrreat!

Hjálp!
All I wanna do is have some fun...

3.3.08

Fjöruferð, fjöruferð úlalla fjöruferð!


Í þessari viku fer ég í ekki eina o nei, heldur TVÆR fjöruferðir!
Pant ekki verða úti-líffræðingur!

16.2.08

17.mars


Ég get ekki beeeðið eftir 17.mars því þá byrjar Eurovision æðið! =D

Og ég er officially búin að segja af mér sem Íslendingur for the time being - í íslensku undankeppninni eru búin að vera þrjú frábær lög til að senda í keppnina og þau hafa ÖLL verið kosin út!

Það var eitt lag sem bara ER eurovision, through and through, og ég trúi því ekki enn að það hafi verið kosið út - eurovision gleðin bara heltekur mann í hvert skipti sem það er spilað og það er ekki HÆGT að vera með skeifu í meira en 2 sekúndur ;p

I wont be home tonight

Wiggle Wiggle Song er náttúrulega bara klassi, ekki eins mikil eurovision gleði en hressilega töff (á eurovision mælikvarða) og ég hélt með því undir það síðasta...

Wiggle Wiggle Song

Svo var þriðja lagið kannski minna eurovision en mjög svona hugljúft og vel sungið lag - sem er meira en hægt er að segja um ANSI mörg lög þessarar keppni!

Johnny

Öll hin lögin hafa verið vond, illa sungin eða afskaplega óeurovisionleg - nú eða allt þetta til samans!

Og ég svo innilega trúi því ekki að Hey Hey Hey Ho Ho Ho eigi eftir að vinna þessa keppni því mér finnst þetta svona Sylvía Nótt Nr. 2 ...að senda Gilzenegger með sína vaxtarræktaraula og gellu sem gæti ekki sungið þó líf hennar lægi við!!!

Það sem er æðislegast við eurovision er að þetta er eina skiptið sem ÖLL Evrópulöndin taka þátt saman í sátt og samlyndi í vinarlegri baráttu... og við gerum ekkert nema að hrækja á keppnina aftur og aftur...

Það er sko ekkert "við" lengur, ég segi af mér sem Íslendingur og vona að Ísland detti úr keppni í undankeppninni!

10.2.08

Rambo... John Rambo...


SNILLD!

Rambo bregst sko aldrei!

=D


Stalloninn hélt því fram að Rambo færi LÉTT með að valta yfir þessar aumingjalegu nútíma hasarmyndir... ég hló... ég hlæ ekki lengur...

Dó hæfileikinn til að búa til kick-ass hasarmyndir með síðustu öld?!?
Einu skiptin sem maður sér alvöru hasarmyndir er þegar gamlar hasarmyndaseríur eru endurvaktar...eins og Die Hard 4.0, pjúúúúúra gimsteinn!