Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

26.5.06

borg hjólanna



Aldrei á minni litlu ævi hef ég séð annað eins samansafn af hjólum eins og í Amsterdam. Á hverri einustu brú, hverri einustu götu, hverju einasta horni voru hrúgurnar af ryðguðum hjóladruslum hehehe... það er víst best að eiga druslur því öllu öðru er stolið ;p.

En við ákváðum að vera ekki minni menn en Amsterdamingarnir og setja okkur á hjól. Reyndar ekki reiðhjól, heldur línuskauta. Við fundum nokkuð veglegan garð rétt hjá miðbænum með línuskautaleigu og töltum þangað. Í öðrum enda garðsins, sem var ílangur og teygðist út í rassgat, spurðum við til vegar - sem er nú skemmtiatriði út af fyrir sig þar sem okkur var oftast svarað á hollensku, já takk! Og eftir afkóðun leiðbeininganna, fengum við það út að leigan var alla leið í HINUM ENDA garðsins, að sjálfsögðu - en við vorum svo mikil göngugarpahörkutól að við örkuðum af stað.

Ótrúlegt en satt tókst okkur að leigja skautana hjálparlaust og eftir að hafa klínt á mig hundrað mismunandi tegundum af hlífum hættum við okkur út á hjólastíginn. Og viti menn, kemur ekki lítið hundsskott skoppandi á móti okkur í góðum fíling og mér bregður svo við að ég flýg á hausinn og dett BEINT Á BOSSANN!

Ég segi nú bara "Fall er fararheill" og hef ég þurft að nota þann málshátt ANSI oft um ævina skal ég segja ykkur heheheh...*sís* =)

En þetta var alveg þrælgaman og ég mæli tvímannalaust með þessum skoðanamáta fyrir alla útlandafara, bara ekki gleyma hlífunum! ;D

1 Kaseiru?

  • At 01 júní, 2006 15:34, Blogger Jónas said…

    Þegar ég var í Barcelona fórum við í hjólatúr um borgina og það er held ég bara eins mesta skemmtun sem ég hef upplifað fyrr og síðar!

    Ekkert smá gaman. Ég held sumsé að sem ferðamaður þá gera hjól/skautar sama gagn í ánægju- og skemmtunarjöfnunni.

    Jíha!

     

Skrifa ummæli

<< Home