Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

10.2.07

Evrósjón

Nú eru úrslit Evrósjón-keppninnar skammt undan og það verður spennandi að sjá hvaða lag verður valið. Ég ætla samt að passa mig að vera ekki að binda alltof miklar vonir við úrslitin þar sem að ég og Íslendingar erum ekki "like this" þegar kemur að tónlist og öðrum svona samfélagslegum hlutum þar sem bókstaflega öllum finnst það sama, þá er ég mjög sjaldan sammála ;p

Enda er ég lítið í því að vera fylgjandi einhverju bara af því að það er hip&kúl, í tísku eða bara af því að ég er Íslendingur, sorry ekki nógu góð ástæða fyrir mig ;).

En þrátt fyrir það ætla ég nú bara að hafa gaman af þessu því að Evrósjón er æði =D.
Og Eurovision ENNÞÁ meira æði! ;D

Og ég held að það liggi enginn vafi á því að Eiríkur Hauksson er MESTI töffarinn!
Svo maður kvóti nú Davíð Þór: "Maður sem getur talað norsku OG haldið kúlinu, hlýtur að vera alvöru töffari" ...ég ábyrgist nú ekki að þetta kvót sé orðrétt, en kvót er þetta nú samt ;p

Fyrir utan að vera með lang-skársta lagið, þar sem að ekkert laganna er nú eitthvað að dansa - en þetta er Evrósjón svo þau eiga ekki að vera góð á eðlilegan mælikvarða, maður dæmir þá út frá svona spes Eurovision-kvarða ;D - að þá mun hann örugglega hafa LANG mest gaman af því að fara í keppnina og taka þetta alvarlegast, því maðurinn er náttla aðal Eurovision-gæinn okkar =D.

Mér fannst þetta lag reyndar svona freeekar cheesy fyrst þegar ég heyrði það, enda hljómar það eins og svona gamalt Eurovision lag frá Rúmeníu hahaha ;p
En svo voru endalaust af auglýsingum í gangi þar sem spiluð voru brot af lögunum og ég er búin að vera með þetta lag á heilanum í tvær vikur og það venst bara þokkalega vel, hressilega Eurovision-legt og bara catchy og svo er alltaf gaman að senda einhvern sem er ekki þessi hefðbundni chocco/choccina sem lítur nákvæmlega eins út og allir aðrir...

Ekki að Jónsi sé beint eins og allir aðrir hahahaha, í þessu ÞRÖNGA, ERMALAUSA jakkafata-thingy-i með rautt glansbindi... er það málið?!? ...ahhhhh veistu, ég bara HELD ekki! ;)

En af þessum 9 lögum er mitt val:

1. Ég les í lófa þínum m/Eiríki Haukssyni
2. Þú tryllir mig m/Hafsteini Þórólfssyni (who??)
3. Húsin hafa augu m/Þormari Ingimarssyni

Þú getur hlustað ---> hér <---
GO EIKI!

4 Kaseiru?

  • At 10 febrúar, 2007 11:20, Anonymous Nafnlaus said…

    Alveg sammála þér ÁFRAM EIRÍKUR!!!
    Hann er alltaf flottastur ;)

     
  • At 16 febrúar, 2007 12:18, Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja Stella, úrslitin á morgun.... eigum við að leggjast á bæn í kvöld um að Eiki komist áfram ;) hehehe...

    Eigðu góða helgi,
    Kv. Gugga

     
  • At 17 febrúar, 2007 00:39, Anonymous Nafnlaus said…

    ég ætla að segja þér svolítið og ég skammast mín EKKERT fyrir það, jafnvel pínu stolt... ég hef ekki heyrt EITT evróvisjón lag ;) híhí, ég veit ekkert hver eiríkur er eða hvað sem hann heitir og I DONT CARE ;)

     
  • At 22 febrúar, 2007 17:28, Anonymous Nafnlaus said…

    mér finnst þú ættir að koma með glott blogg um bíóstaði reykjavíkur, halló þú ert meira að segja með álit á kókinu hjá þeim! #Q$ koddu með hvaða staðir eru topp og bottom :D ég bíð spennt! consider this a challenge my lady!

     

Skrifa ummæli

<< Home