Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

4.10.07

Verklega ég



Nú gerðist ég svo áhættusöm síðasta vetur að byrja í BS í líffræði (ásamt BSnum sem ég er að klára í tölvunarfræðinni...vonandi...einhvern tímann), en ég hef löngum haldið mig frá raunvísinda-háskólanámi vegna minna einstöku hæfileika til að klúðra öllu sem verklegt heitir!



Ég gerði nú garðinn frægan fyrir nokkrum árum þar sem ég hellti niður einu stykki brúsa fullum af sterkri saltsýru, braut mest allt glerið í glervöruskápnum mínum og forðaði mér sem hraðast gæti áður en mér tækist að kveikja í einhverju í þokkabót.

Nú er ég í frábærasta verklega teymi okkar megin atlantshafsins!
Við erum Gög & Gokke endurfædd og það er SVO gaman hjá okkur!! =D

Þvílík samvinna hefur sjaldan sést. Ég, eftir að hafa eytt meira en hálftíma í að smyrja hana - ferli sem tekur eðlilega manneskju 5mín - skrúfaði frá búrettunni (svona megalangt gler-thing-y sem hægt er að fylla af vökva og skrúfa fyrir og frá) til að hleypa vatninu úr henni og var ekkert að hafa áhyggjur af því meir. Kemur ekki lab-félaginn minn med ílát FULLT af sýru, tekur búrettuna í hendina (svo hún er yfir gólfinu) og fyllir á hinn hressasti... eeeeeee VÚBBS!

Sýra um ALLT gólf!
...og smá á skóna líka, bara svona til að vera töff ;)


Takk fyrir, takk fyrir - við verðum með sýningar á hverjum miðvikudegi í vetur =)




En Espanol:

Mis prácticas

Estoy estudiando biologia en la universidad aquí para un BS (como un BS en ciencias informáticas no es suficiente ja ja ;p).
Yo + prácticas = disastre total!
Yo y mi "lab-partner" somos tan torpes que en tu vida has visto nada igual!
Si estamos haciendo experimentos, CORRE!
- si el edificio no ha explotado o no se ha derrumbado - es un buen día :).
Ayer estuvimos en prácticas de química y juntos derramamos ácido (muy concentrado!) sobre todo el suelo ;D.

Pero nosotros nos divertimos tanto (más que todos!) que no importa - siempre hay que reírse, por lo menos una vez al día... más si puedes!

4 Kaseiru?

  • At 07 október, 2007 14:30, Anonymous Nafnlaus said…

    hehe já í hvaða fagi er þetta má ég spyrja??? Ég held þú eigir framtíð fyrir þér í rannsóknum á ebola veirunni.. ekki spurning!

     
  • At 07 október, 2007 17:06, Anonymous Nafnlaus said…

    Hahah þetta var nú bara í almennri efnafræði, en við þurfum alveg að verða okkur út um svona búninga! ...einn lítill sloppur er náttla ekki að verja neitt... ;p

    - svo erum við í erfðafræði líka að dúfusast, E.coli er kannski engin ebola en hún er samt hress ;p

     
  • At 14 október, 2007 17:53, Anonymous Nafnlaus said…

    ég náði ekki alveg hvað gerðist en var án efa fyndið :)

     
  • At 19 október, 2007 12:08, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er með Telmu í þessu þannig ég hlæ bara með til að líta ekki út fyrir að vera vitlaus :þ

    Hvenær ætlið þið frænkurnar að taka ródtripp til mín? bannað að beila á því..

     

Skrifa ummæli

<< Home