Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

19.12.07

Ó ef aðeins sumir draumar rættust...


Mig dreymdi að ég væri í 25 ára afmælisveislunni minni og allir í fjölskyldunni minni höfðu slegið saman í gjöf sem var flugmiði til Bandaríkjanna. Þar sem ég var orðin svona gömul var um að gera að nýta tímann svo ég vippaði mér yfir til BNA.

Þar hitti ég George Clooney og mitt fyrsta verk var að kynna hann fyrir Firefly þáttaseríunni, sem hann að SJÁLFSÖGÐU féll kollflatur fyrir. Ég hélt langa raunarmæðu yfir hversu miklu fátækari heimurinn sé að eiga ekki meira Firefly, úthúðaði vissri sjónvarpsstöð *hóst* Fox *hóst* og sagði honum að það væri verið að spá í að gera mynd nr. 2. George, verandi sá kammó gæi sem hann er, samþykkti að spjalla við Joss Whedon.




Stuttu síðar smellti George sér á fund með Joss þar sem hann reyndi að koma Joss í skilning um að þrátt fyrir að myndin hafi verið meistarastykki að þá lægi hans SANNA snilligáfa í þáttagerð.




Svo sagði hann Joss frá mér og að ég þekkti aragrúa fólks frá ÍSLANDI sem væri að MISSA sig yfir Firefly, ungir jafnt sem aldnir og að ég gæti reddað heilu undirskriftarlistunum til að grátbiðja um framleiðslu nýrrar seríu. George lofaði líka að styðja Joss opinberlega í þessu.


Um stund var Joss íhugull á svip, en sagði svo að lokum að hann væri að fara á fund eftir tvo daga og ef ég gæti verið komin með stóran og feitan undirskriftarlista fyrir þann tíma að þá myndi hann hrinda þessu í framkvæmd.


Pressa á mér!!! Panikk!!!

TVEIR DAGAR til að redda þúsundum undirskrifta!!!

En framtíð Firefly liggur í hönum mínum, I cannot fail!


Ég sneri umsvifalaust til Íslands aftur og...




...vaknaði ;p




4 Kaseiru?

Skrifa ummæli

<< Home