Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

16.3.08

Það er hangidagur í dag :)




Hið ótrúlega gerðist og Facebook tók við mér... það hatar mig sko, búið að meina mér inngang um nokkurt skeið ;p


En það er þynnkudagur í dag, árshátíð í gær - very fun :)

Hinsvegar hitti ég ansi áhugaverðan fisk fyrir tveimur vikum sem ég ætlaði að dansa við en svo hvarf hann, hitti hann aftur í gær og það kom í ljós að ég hvarf líka - vorum við í parallel universe?

Chuck er næstur...

8.3.08

Ég lýsi eftir góðum djammstað í Reykjavík


Ellefan er orðin miðstöð lélegs 80's breta"rokks" og 80's technovibba *snökt*

Celtic er með svo vonda trúbadora að þeir fá mann til að halda að maður eigi framtíð í músík.

Dillon er með góða tónlist og ekkert fólk fyrri part kvölds, mikið fólk og verri tónlist seinni part kvölds - sú samsetning ekki alveg að virka.




Barinn, Hressó, Vegamót, Prikið ofl. eru ALLIR að spila sama lagið á REPEAT - eitthvað R&B techno remix sem getur ekki flokkast sem tónlist og fullt af Gilzenegger wannabe's sem dansa kreista kraftlyftingadansinn við það *hrollur*

Svo er Gaukurinn mjööög misjafn, en það voru alveg kvöld sem voru brill þar - nei nei nú á að breyta nafni staðarins og gera mega klúbbastemmninu ALL ZE TIME... as in byrja að spila lagið þarna á REPEAT...grrreat!

Hjálp!
All I wanna do is have some fun...

3.3.08

Fjöruferð, fjöruferð úlalla fjöruferð!


Í þessari viku fer ég í ekki eina o nei, heldur TVÆR fjöruferðir!
Pant ekki verða úti-líffræðingur!