Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

23.2.07

Telma leikur sér að eldinum


Telma gerðist svo uberdjörf að leggja fyrir mig það challenge að koma með gott bíóblogg um bíóstaði Reykjavíkur, do's and don'ts. Hún hinsvegar gerði sér væntanlega ekki grein fyrir hvaða ormagryfju hún var að opna með þessum saklausu orðum sínum. Því ég ELSKA bíó og mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að tala um bíó og allt sem við kemur bíó (en það er náttla skemmtilegast að FARA í bíó ;D) og hef nú ákveðið að koma með bloggSERÍU um bíó og hugsanlega, mögulega að vera reglulega með bíógagnrýni. Það er tími til kominn að láta heyra í sér, þar sem ég hef löngum verið óánægð með bíógagnrýni-flóruna því fólk er endalaust að fara í bíó með einhverjar fáránlegar væntingar sem eru í engu samræmi við myndina, bauna svo yfir hana á röngum forsendum vegna brostinna vona á meðan myndin er hin ágætasta skemmtun á sínum eigin forsendum!

Svo ef þið hatið bíó myndi ég ekki mæla með þessari síðu ;)

Fyrsta bíóbloggið er væntanlegt innan skamms, en hér er trailerinn:
(lesist með trailer-gaur-röddinni)

One woman...
One webpage...
One crazy addiction to movies...
The biggest challenge of her life...

"It´s gona BLOOOOOOOOOOOOOOOOOW"
*POW!*


10.2.07

Evrósjón

Nú eru úrslit Evrósjón-keppninnar skammt undan og það verður spennandi að sjá hvaða lag verður valið. Ég ætla samt að passa mig að vera ekki að binda alltof miklar vonir við úrslitin þar sem að ég og Íslendingar erum ekki "like this" þegar kemur að tónlist og öðrum svona samfélagslegum hlutum þar sem bókstaflega öllum finnst það sama, þá er ég mjög sjaldan sammála ;p

Enda er ég lítið í því að vera fylgjandi einhverju bara af því að það er hip&kúl, í tísku eða bara af því að ég er Íslendingur, sorry ekki nógu góð ástæða fyrir mig ;).

En þrátt fyrir það ætla ég nú bara að hafa gaman af þessu því að Evrósjón er æði =D.
Og Eurovision ENNÞÁ meira æði! ;D

Og ég held að það liggi enginn vafi á því að Eiríkur Hauksson er MESTI töffarinn!
Svo maður kvóti nú Davíð Þór: "Maður sem getur talað norsku OG haldið kúlinu, hlýtur að vera alvöru töffari" ...ég ábyrgist nú ekki að þetta kvót sé orðrétt, en kvót er þetta nú samt ;p

Fyrir utan að vera með lang-skársta lagið, þar sem að ekkert laganna er nú eitthvað að dansa - en þetta er Evrósjón svo þau eiga ekki að vera góð á eðlilegan mælikvarða, maður dæmir þá út frá svona spes Eurovision-kvarða ;D - að þá mun hann örugglega hafa LANG mest gaman af því að fara í keppnina og taka þetta alvarlegast, því maðurinn er náttla aðal Eurovision-gæinn okkar =D.

Mér fannst þetta lag reyndar svona freeekar cheesy fyrst þegar ég heyrði það, enda hljómar það eins og svona gamalt Eurovision lag frá Rúmeníu hahaha ;p
En svo voru endalaust af auglýsingum í gangi þar sem spiluð voru brot af lögunum og ég er búin að vera með þetta lag á heilanum í tvær vikur og það venst bara þokkalega vel, hressilega Eurovision-legt og bara catchy og svo er alltaf gaman að senda einhvern sem er ekki þessi hefðbundni chocco/choccina sem lítur nákvæmlega eins út og allir aðrir...

Ekki að Jónsi sé beint eins og allir aðrir hahahaha, í þessu ÞRÖNGA, ERMALAUSA jakkafata-thingy-i með rautt glansbindi... er það málið?!? ...ahhhhh veistu, ég bara HELD ekki! ;)

En af þessum 9 lögum er mitt val:

1. Ég les í lófa þínum m/Eiríki Haukssyni
2. Þú tryllir mig m/Hafsteini Þórólfssyni (who??)
3. Húsin hafa augu m/Þormari Ingimarssyni

Þú getur hlustað ---> hér <---
GO EIKI!

7.2.07

Uppáhalds orðið mitt




erythrocyte


- en það þýðir rauð blóðfruma (...það má víst ekki nota -korn lengur, það er ekki hip&kúl)


6.2.07

Hér með tilkynnist að...

...frá og með þessari stundu er ég hætt að borða nokkuð sem kallast Freyju rís/hrís þar til hinum óhugnalega leiðinlegu og hallærislegu útvarpsauglýsingum þeirra linnir.

Ekki það að ég hafi mikið verið í Freyju rís/hrís-inu en það kemur nú fyrir öðru hvoru að maður hnýtur um eitt/nokkur slík í hendi sér og lætur verða að því að fá sér smakk... ekki meir! ...ei lengur!

Þetta eru eins manns mótmæli!

2.2.07

Chad-chocco

Ég er farin að halda að það sé ekkert veðrakerfi yfir Chad!

Chocco-inn minn er alltaf í 30°C twenty-four seven og ekki er rokið heldur upp á marga fiska, þó að ég hafi aldrei vanist þessu metra/kílómetra-kerfi... hausinn á mér er fastur í vindstigum og hver veit nema hann verði það að eilífu ;p

Það sem meira er að hann er núna búinn að vera fjóra daga straight, nótt sem nýtan dag, í SAMA bolnum... mér myndi nú finnast það svona freeekar ekki girnilegt hér á Íslandi, en í 30°C hita allan sólarhringinn er það bara plain grose... ég hef verið plötuð! Hann er greinilega ekki alvöru chocco! :o

En hver veit, kannski er hann bara eins og Jay Leno, á bara huge lager af nákvæmlega eins fötum - sticking with what works ;D


ATH!

Ég er orðin aðeins of ryðguð í Chadísku til þess að ná hvað greyið heitir, svo ég hef ákveðið að gefa honum mitt eigið nickname... einhverjar hugmyndir?