Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

28.10.06

Afsakið hlé

Næsta vika verður svo CaaaaaRAZY að ég er hérmeð farin í viku upplestrarfrí... enda erum við að tala um 3 próf og ein stór verkefnaskil... úje ;p

Þið getið bara týnt ykkur í stjörnuþokunni á meðan...






Sé ykkur eftir viku! =D

23.10.06

Listabrjálæði



1. Aðalnafn og miðafn:
Stella Gella
(I had it changed híhí ;p)

2. Hvar og hvenær fæddist þú?
5. janónar í RVK

3. Ertu skírður í höfuð á einhverjum?
jup, ömmu.

4. Hárlitur?
LJÓSKA! =D


5. Augnlitur?
Gráblá
(prufið að smella á myndina, ýkt krípí ;p)

6. Skóstærð?
40 (ekki séns að fá skó!)

7. Börn?
Nei takk ;p

8. Rautt eða bleikt?
Svart og blátt.

9. Hvað kanntu síst að meta í fari þínu?
Ég er nú svo vel gerð... ætli ég myndi ekki segja bara feimnin
eða letin... þó það sé nú meira vandamál samfélagsins frekar en mín híhí ;p

10. Uppáhaldsmatur?
Tortillas með miklum lauk og sukini! ;p

11. Hver er uppáhalds kjöttegundin:
Svínakjöt is the only way to go! Þó kjúklingabringur standi nú alltaf á sínu...


12. Eftirlætis drykkur?
KóK!

13. Uppáhalds morgunkorn?
Ekki mikil morgunkornsgella... koddar eru skárstir.

14. Hver er uppáhaldsísinn þinn?
KJöRíS!!! Það kemur bara ekkert annað til greina...
Efast um að þið viljið að ég fari nánar út í það þar sem að ég gæti auðveldlega
Skrifað HEILA bók um ís =D ...ætli uppáhaldin þessa stundina sé ekki
karamellu lúxus íspinni og ís ársins 2005, ís ársins 2006 er líka ágætur...
Mmmmmmm....ííííís... :)

15. Myndir þú vera vinur sjálfs þíns?
Ég ER vinur sjálfs míns... hvernig er annað hægt, ég er svo ótrúlega skemmtileg ;p
Það er líka eina sem skiptir máli... allir sem þola mig ekki geta bara haldið sig í burtu
en ég neyðist til þess að hanga með mér daginn út og inn ;p

16. Áttu dagbók?
Gæti grafið upp eina síðan úr fornöld en það þyrfti hóp sérfræðinga til að lesa hana
þar sem hún er skrifuð með spegilskrift ÁN bils milli orða...


17. Færir þú í teygjustökk?
Nibb, það hefur sýnt sig að það hefur ill áhrif á hryggjarliði einstaklings,
fallhlífarstökk er annað mál! ...mig vantar bara einhvern sem þorir að koma með,
ég þekki eintómar skræfur :/

18. Losar þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum?
nibb, letin tekur það sko ekki í mál

19. Á hvað ertu að hlusta núna?
Einhverja dúda sem eru greinilega að gera skýrslu úr eðlisfræðitilraun og eru
ekkert alveg að massa það híhíhí... vitlausu verkfræðingar! ;p


20. Ef þú værir vaxlitur, hvernig værir þú á litinn?
Ég vil ekki vera vaxlitur, mér finnst vaxlitir leiðinlegir...
En ég skal vera trélitur ;D ...og þá væri ég græn en allir aðrir myndu segja að ég væri grá
þar sem að fólk er með fönkí litaskynjun...

21. Uppáhaldslykt?
Hmm.. that´s a tough one... á ekki uppáhaldslykt held ég...
Nema kannski rakspírinn hans pabba, nostalgíukast alheimsins! :)

22. Hver er síðasta manneskjan sem þú talaðir við í síma?
uuu... þú segir nokkuð... ég er meira svona smess-manneskja...
Held það sé bara gallup-gellan sem hringdi í Pál...

23. Hryllingsmyndir eða "happy ending"?
happy-ending all the way!
Það er svo leiðinlegt þegar það gerist eitthvað svona leiðinlegt,
þá er svo leiðinlegt...


24. Viltu að allir svari þessum spurningum?
Allir nema Jónas... ekki alvöru-Jónas sko, hence forskeytið sjáðu...
En jú, endilega látið ljós ykkar skína hér í kommentasvæðinu,
hér fá allir sínar "15 seconds of fame" ;D

25. Hver er líklegastur til að svara?
uuu Jónas? ...and again, ekki alvöru-Jónas sko, hence forskeytið sjáðu...

26. Ólíklegastur til að svara?
Sá sem les ekki þetta blogg myndi ég halda…
Er allavega ekki að sjá hvernig það gæti gerst… ;p

Enn og aftur er þetta allt saman Guggu að kenna, hún byrjaði! ;p

21.10.06

sot ath hte

Sumt fólk þjáist af lesblindu en ég fer að hallast á það að ég sé haldin pikkblindu!

Titillinn er lítið dæmi úr glósunum mínum sem ég er nú í óða önn að skapa og átti þetta upphaflega að vera "so that the", þannig að ef það er ekki pikkblinda þá veit ég ekki hvað! ;p

...ég er sér í lagi slæm með the = hte og svo stundum snúast heilu orðin nánast við hahaha en yfirleitt alltaf sömu eða nánast sömu stafir og eru í upprunalega orðinu nema bara engan veginn í réttri röð *dúddúrúú*

Ég er með þá kenningu að ég pikki hraðar með annarri hendinni en hinni og þá er hún alltaf komin fram úr, klárar alla sína stafi og hin bætir sínum við á eftir, lafmóð... greyið, híhí ;)

16.10.06

sætir strákar í strætó


Fyrir þá sem ekki vita þá eyði ég að meðaltali allri ævinni í strætó í góðum fílíng ;p.


Og sætir strákar í strætó eru alveg það besta!


Sér í lagi þar sem þeir eru ekkert alltof algeng sjón því let´s face it, íslenskir strákar eru upp til hópa ekki alveg að meika það útlitslega séð... við erum landið með gorgeous stelpurnar og not so gorgeous strákana, sem jú er voða gaman fyrir strákana en ekki eins hentugt fyrir mann sjálfan hehehe... og ég er ekki að segja að það finnist hvergi sætur strákur á Íslandi, það er bara ekkert rosalega mikið af þeim...


En þá sjaldan sem það kemur sætur strákur í strætó þá lífgar það hressilega upp á ferðina og þar sem að maður verður að horfa eitthvert í strætó þá hefur maður alveg afsökun fyrir að horfa í áttina til þeirra =D - alltaf betra að hafa flott útsýni ;p ...ég er ekki að segja stara hahaha, þó að það sé sossum alveg hægt líka en þá gæti maður átt á hættu að fá geðveikis-stimpilinn á sig híhíhí ;p


Þeir eru líka svo þægilegir af því að þeir koma bara og fara, lítill dagdraumur - nothing more, nothing less... maður þarf ekki að komast að því að þeir eru algjörir fávitar og hætta að finnast þeir sætir eða að kynnast þeim betur sem er algjör eyðsla á sætu, þar sem manni finnst fólk sem maður þekkir (og líkar vel við) alltaf sætt hvort sem er... þeir staldra bara við þessa örskömmu stund og maður fer úr strætó í aðeins betra skapi, því að það er alltaf gaman að vita af sætum strákum out there hahaha ;p





Já svo sá ég aftur í tímann og sá patrick swayze ungan í strætó, eins og hann var í Dirty Dancing :o ...eða kannski var þetta sonur hans því að hann var ALVEG eins!!!



ég vil taka það sérstaklega fram að þetta tengist ENGAN veginn umræðunni hér að ofan um sæta stráka ;)

7.10.06

bara einn



Ef þú mættir bara eiga EINN hlut og aðeins einn hlut - af öllum hlutum sem þú átt, hefur nokkru sinni átt og myndir nokkru sinni vilja eiga...

...hvaða hlut myndiru velja?

5.10.06

STARA


Ég er Funshine Bear!

Funshine Bear is the Care Bear's class clown. This playful bear really knows how to be funny and to have fun.

Funshine Bear works hard to make sure that people have a good time.

"Enjoy each day" is Funshine's motto and it's shown on the bear's symbol—a smiling sun!

Caring Mission: Helps people have fun.

Symbol: His smiling sun symbol reminds us to find the fun in each new day.

Personality: Fun and funny.

Character Quirk: He can do perfect impressions and sound effects.

Color: Yellow.



Best Friend: Grumpy Bear
<--'


Relationship Challenge: Share Bear, he teases her constantly but has a secret crush on her.

Motto: The fun starts here!


Hvaða kærleiksbjörn ert þú?

**ýttu hér til að komast að því**


>> þetta blogg var innblásið af Guggu ;p <<



4.10.06

little kitty

Hvað er málið með stelpur og kettlinga?!?

Ég er byrjuð í fyrsta áfanganum mínum í líffræði (mánuði eftir á, hversu mikið ég er það?!?) sem ég er svona að spekúlera að taka líka BS í og þá eru hlutföll stelpna og stráka GJÖRSAMLEGA öfug við það sem ég er vön í tölvunarfræðinni... ég er vön að vera basically eina stelpan í tímanum og að kennarinn segi reglulega "Jæja strákar..." og þar sem ég er nú algjör strákastelpa inn við beinið þá líkar mér þetta alveg fantavel =D

En í líffræðinni þá eru einstaka strákar á stangli og svo bara STELPUR, STELPUR OG FLEIRI STELPUR!

Og ég verð að segja það að ég hef aldrei á ævinni verið inni í stofu með jafn mörgum fartölvuskjámyndum af kettlingum...utrolight! ;p

Ég verð einnig að segja það að mér finnst nú ólíkt þægilegra að vera inni í stofu fullri af strákum heldur en stelpum... strákar eru svo chillaðir og fínir, þeir eru ekkert að fetta fingur út í smáatriði... aftur á móti verður andrúmsloftið svo vírað þegar það eru nánast bara stelpur því þær eru svo dómharðar og smámunasamar (upp til hópa, og sér í lagi í hóp... ég er ekki að segja að þið sem kvenkynseinstaklingar séu það endilega...) og það er svona hærri standard sem maður þarf að uppfylla til að vera meðtekinn og þar sem ég er nú HRESSILEGA skrýtin á köflum þá er það alveg að vinna með mér ef strákar eru í meirihluta ;p

Þetta B L O G G var í boði Guggu bloggklappstýru ;)