Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

23.9.06

I am the champion!


Ég veit ekki hvort þið trúið því en ég vann TVISVAR í bingóinu úje! =D ...já það er rétt, bingóguðirnir voru góðir við mig og kom ég heim hvorki meira né minna en tveimur bollum og einni DVDmynd ríkari *töffarabros*. DVD myndin var engin önnur en The Attack of the 50 Ft. Woman sem ég var ekki lengi að setja í tækið híhíhí ;p.

Sem dæmi um hversu "kúl" þessi mynd er þá er trailor-catch-frase-inn hennar:


"They always called Nancy the little woman...They´ll never do THAT again."

19.9.06

bingó!


Í kvöld er spilakvöld!!! =D

- fyrir þá sem ekki vita er ég í mjög svo geggjuðum spilaklúbb (spilaklúbbur norðursins) sem við stofnuðum í feb-mars á þessu ári minnir mig og er alveg óendanlega skemmtilegur, enda engin takmörk fyrir því hvað það er skemmtilegt fólk í honum -> ég t.d. :)

Og nú á að skjóta gamla fólkinu ref fyrir rass! Við ætlum að taka UBERpartýbingólottó á þetta með VERÐLAUNUM og alles. Og þegar það er til svo mikils að vinna fer keppnisandinn yfir öll mörk, fólk haldandi í sér andanum í svitabaði og óstöðvandi taugatitringi...



- HVER VERÐUR FYRSTUR AÐ FÁ BINGÓ?!?!

16.9.06

mér finnst rigningin go-óð

Þið tókuð kannski eftir geðsjúku rigningunni sem var í fyrradag, ég allavega sé ekki hvernig hún gæti hafa farið framhjá ykkur (þau sem eru í Rvk að minnsta kosti hehehe ;p). Það var svona tropical hitabeltis regnskógar DEMBA sem stóð yfir í alveg hátt í 20mín í senn...

Mín var oftar sem áður að læra sér og fékk smá sjoppukláða... nema hvað að það var judgement day rigning úti og ekki hægt að hætta sér út án þess að vera VEL vatnsheldur ;p ...en eins og fyrir kraftaverk stytti upp og það var jafnvel farið að glitta í smá sólartetur í gegnum skýin - GLÆSILEGT! Mín út í sjoppu!

Mín gírar sig náttla upp í úlpu og húfu svona djöst in keis og skokkar af stað... sekúndubroti eftir að ég loka útidyrahurðinni er eins og skrúfað frá krana... og sjoppukláðinn var nú orðinn það alvarlegur að ég gat nú ekki farið að hætta við enda er það nú bara fyrir aumingja og kisulórur. Ég dreg að mér andann og skoppa niður tröppurnar og BAM! BIM! BÚM! BAM!

Aðrir eins hlussudropar hver á eftir öðrum dundu á mér og áður en ég komst út á götu var ég orðin blautari heldur en ef ég hefði farið í sturtu í fötunum! ;D ...en þar sem ég er nú svona "allt eða ekkert" manneskja þá finnst mér flestir hlutir í hófi ekkert spennó og flokkast rigning þar undir... en þegar hún er orðin svona geðsjúk er þetta bara hin mesta skemmtun og ég hálf óskaði þess að ég væri aftur orðin fimm ára í glansandi regngalla að hoppa í pollum =D.

...það sem ég klikkaði hinsvegar á var að ég var í gallabuxum, sem þýðir það að heimleiðin tók svona þrefalt lengri tíma hahaha ;p (þið skiljið þetta ef þið hafið einhvern tímann reynt að labba í blautum gallabuxum!)

Og allir syngja með: Mér finnst rigningin GO-ÓÐ trallallallallallaaa vo-oó



14.9.06

Góður leikur...

...hjá strákunum í Supernova að velja Lukas segi ég nú bara ;p. Ef það er einhver sem á að geta selt tónlistina þeirra (sem er nú ekki beint eitthvað það fyrsta sem maður myndi hlaupa út og kaupa verð ég nú bara að segja hahaha) þá er það Lukas með kveikt á superkúlinu sínu 24/7 með rámu rokkröddina sína á full volume =D.

Ég verð nú reyndar að segja að ég var svona hálft í hvoru að vonast til að Toby eða Dilana myndu vinna þetta þar sem að þau þurfa alveg á þessari hljómsveit að halda til að verða "fræg" en Lukas hefði alveg verið að gera góða hluti með sólói í stað þess að vera fastur í þessu bandi í heilt ár hahaha ;p
En nú er rockstar búið *hágrát*

13.9.06

back to I´m back

Ég ætla bara að dúlla mér hér aðeins þar sem ég nenni ekki að finna mér nýtt blogg hahaha ;p ...lati ég =D ...og kannski smá líka upptekni ég ;p
En trúið þið því að rockstar sé að verða búúúið... það er svo leiðinlegt þegar hlutir eru búúúnir... búin að vera NETT húkkt á þessum þáttum... loksins raunveruleikaþáttur sem maður gjörsamlega dettur inn í - enda var ég líka húkkt á rockstar: INXS og get ekki vanist að það heiti Supernova núna, alltaf þegar þátturinn byrjar heyri ég inni í hausnum á mér ultra-groovy rough svona rokk-trailer-rödd segja ROCKSTAR: INXS hahaha ;p

Go Toby! Go Lukas!

Já þið heyruð rétt... ú á Magna... ég hef bara eitt að segja:

Magni er ekki rokkari! ;p
(and don´t get me started on the ten thousand reasons why...!)

En þar sem Íslendingar eru nú geðveikir að eðlisfari þá er nokkuð ljóst að Magni verður safe í kvöld og ég efa nú að þeir fari að henda Dilönu út svona í fyrri umferðinni þannig að þá verður annaðhvort Toby eða Lukas fyrstir til að fara *sniff* *sniff* :'(

Annars bið ég bara að heilsa ykkur þar sem ég er farin að lesa smá mannerfðafræði úúje =D

Cya'll soon!