Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

27.5.06

línuskautakosningar



Það er rétt!

Ég gerðist svo fræg að línuskauta á kjörstað og kjósa öll bundin upp í línuskautahlífum! =D

26.5.06

borg hjólanna



Aldrei á minni litlu ævi hef ég séð annað eins samansafn af hjólum eins og í Amsterdam. Á hverri einustu brú, hverri einustu götu, hverju einasta horni voru hrúgurnar af ryðguðum hjóladruslum hehehe... það er víst best að eiga druslur því öllu öðru er stolið ;p.

En við ákváðum að vera ekki minni menn en Amsterdamingarnir og setja okkur á hjól. Reyndar ekki reiðhjól, heldur línuskauta. Við fundum nokkuð veglegan garð rétt hjá miðbænum með línuskautaleigu og töltum þangað. Í öðrum enda garðsins, sem var ílangur og teygðist út í rassgat, spurðum við til vegar - sem er nú skemmtiatriði út af fyrir sig þar sem okkur var oftast svarað á hollensku, já takk! Og eftir afkóðun leiðbeininganna, fengum við það út að leigan var alla leið í HINUM ENDA garðsins, að sjálfsögðu - en við vorum svo mikil göngugarpahörkutól að við örkuðum af stað.

Ótrúlegt en satt tókst okkur að leigja skautana hjálparlaust og eftir að hafa klínt á mig hundrað mismunandi tegundum af hlífum hættum við okkur út á hjólastíginn. Og viti menn, kemur ekki lítið hundsskott skoppandi á móti okkur í góðum fíling og mér bregður svo við að ég flýg á hausinn og dett BEINT Á BOSSANN!

Ég segi nú bara "Fall er fararheill" og hef ég þurft að nota þann málshátt ANSI oft um ævina skal ég segja ykkur heheheh...*sís* =)

En þetta var alveg þrælgaman og ég mæli tvímannalaust með þessum skoðanamáta fyrir alla útlandafara, bara ekki gleyma hlífunum! ;D

25.5.06

Amsterdam er æði



Eins og flestir vita stakk ég af í tæpa 5 daga beint eftir próflokadjammið til Amsterdam, bara svona að leika mér =D. Og ég verð bara að segja það að Amsterdam er sú ótúristavænasta borg sem ég hef nokkru sinni komið til og það er ÆÐI! hahahah... fæstir voru með enskuna á hreinu, sem kom mér mjög á óvart - hélt að Hollendingar væru soddans tungumálafólk en NIBB! Boy was I wrong! Og þeir voru ekki mikið fyrir að bjóða upplýsingar á skiljanlegu formi eða neitt solis hehehe... sem þýddi það að við þurftum bara að redda okkur sem gerði ferðina mun ævintýralegri. Við náðum að gera ÓTRÚLEGA mikið á þessum stutta tíma og ég held að það sé nokkuð ljóst að ég eigi einhvern tímann eftir að kíkja til Amsterdam aftur. Ótrúlega falleg og vinaleg borg sem ég væri alveg til í að búa í. Það er bara SMÁ vandamál með tungumálið hehehe sem er ekki SÉNS að skilja þegar það er talað hahahaha =)



Ég mun pota litlum ferðasögum hér inn þegar vel viðrar ;p

24.5.06

stellagella is back!


LOKSINS! LOKSINS!

Nú eru prófatíðin liðin og mín komin í blogghaminn aftur, vei!
Best að setja það upp og svona áður en lengra er haldið...