Þetta er ekki blogg... þetta er list!

bíó er best

24.11.06

Tíminn fljúgandi

Í tilefni prófBRJÁLÆÐISINS sem er að ganga í garð, rændi ég Kollu af þessum lista - jahhá, ég er sko engin ræningjadóttir, ég er bara ræningi sjálf! =D

Ég tek það fram að ég er nú bara að þessu til að þykjast blogga og þið eruð á engan hátt skyldug til að svara, þið getið bara þóst svara þessu í huganum og þá erum við ÖLL þykjustu ;D.

En alvöru-fólk er náttla alltaf rokk ;p

1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?

12.11.06

djammeríisdjamm!

Nei, því miður feykti óveðrið mér ekki lengra en bara niður í bæ, EN þetta var klassadjamm samt sem áður!

Við fórum í vísó í TM software þar sem Hildur var hressilega öflug í vinnu-plug-inu, það er aldrei að vita að maður nýti sér tækifærið að verða litla senditíkin hennar haaa, ekki slæmt það híhí ;p

Hvert annað var haldið en á Pravda að sjálfsögðu, sem stóð undir orðspori að vanda og var með HRIKALEGA tónlist ef tónlist skyldi kalla - það var eins og maður væri að flakka á milli varðelda-útilegu í Vaglaskógi og diskóteks frá hinu mikla ári 1995 í mega-new-age-diskó-popp-hressileika með Pál Óskar fremstan í flokki!

Vægast sagt spes ;p

En það ótrúlega gerðist, eftir að við vorum búin að sæta þessum píningum í þó nokkurn tíma mættu einhverjir hressir gaurar á svæðið með gítar og mæk og frelsuðu oss frá hinu illa, jei! =D

Eftir mikið glens og grín, og þegar flestir voru búnir að gefast upp eins og einhverjir eymingjar fór ég og rændi ásu frá liðinu sínu og við skoppuðum (bókstaflega) á bar11 að dansa við smá ALVÖRU tónlist ;D



klassi!

10.11.06

Down Town

Í kveld verður kíkt á downtown Reykjavík sem er farið að gerast allt of sjaldan ;p

...svo er frískandi óveður í ofanálag til að krydda tilveruna aðeins ;D

Stefnt er á að skemmta sér hressilega vel og vonandi rúmlega það, sprikla aðeins áður en prófbrjálæðið tekur völdin :S

...svo kannski hrifsar óveðrið mig á brott og feykir mér til útlandsins og skilur mig eftir á glimmrandi strönd í sól og sumaryl með endalausar birgðir af ííísköldu kóki og útsýni yfir óteljandi yfirnáttúrulega flotta gaura :)

-> ef þið heyrið ekkert frá mér þá er ég þar og bið bara að heilsa ykkur!

6.11.06

Bíó-maraþon!

Loksins loksins er allt þetta prófavesen að baki í bili, húrra!


Nú ætlar maður sko að taka eina kærulausa viku áður en prófalesturinn hefst á nýjan leik ;p

Og já, ég tók mig sko á orðinu, því sú kæruleysisvika hefst í DAG dömur og herrar, já, ég er sko að fara í bíó, þokkalega!


Og ég er sko að fara í bíó í kvöld, annaðkvöld OG kvöldið eftir það =D
Meira að segja seinasta kvöldið í þessari frábæru þriggja kvölda röð fer ég sko ÓPIGGIS í bíó, er eitthvað betra í heiminum en að fara ÓPIGGIS í bíó?!?

...þannig held ég að himnaríki sé, alltaf ókeypis í bíó ;D



Svo á meira að segja að gera heiðarlega tilraun til að djamma ærlega á föstudaginn og svo fjölskyldast aðeins um helgina...





...já þið heyrðuð rétt, lærdómurinn verður sko í SÍÐASTA sæti þessa vikuna, tíhí :)


- og ekki má gleyma:
ég ætla að SOFA *geisp*